Forsætisráðherrann skilur reiði fólks

Scott Morrison hefur verið afar efins um loftslagsbreytingar. Hópur fólks …
Scott Morrison hefur verið afar efins um loftslagsbreytingar. Hópur fólks kom saman í Sydney um helgina þar sem hann og hans skoðanir voru gagnrýndar. AFP

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa valdið „miklum kvíða“ með því að fara í frí á meðan gróðureldar geisuðu heima fyrir. Einn lét lífið í gær og eins er saknað.

Alls hafa níu látið lífið og tæplega 800 heimili eyðilagst það sem af er vegna eldanna. Ástandið er verst í fylk­inu New South Wales (NSW) en þar er Sydney stærsta borgin.

Eins og áður hefur komið fram kom Morrison fyrr heim úr fjölskyldufríi til Hawai í lok síðustu viku eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur fyrir að fara á meðan meðan kjar­reld­ar og hita­bylgja ógna lífi og eign­um fjöl­margra Ástr­ala.

„Ég skil það vel að fólk hafi verið ósátt við fríið mitt á meðan margir voru undir miklu álagi hér,“ sagði Morrison í dag.

Hann ræddi við slökkviliðsmenn og bað þá afsökunar á fríinu.

Eldar í grennd við Sydney.
Eldar í grennd við Sydney. AFP

Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir úrræðaleysi gagnvart eldunum og einnig fyrir aðgerðarleysi vegna loftslagsbreytinga. Hann viðurkenndi að loftslagsbreytingar hefðu áhrif á hækkandi hitastig í landinu en sagði breytingarnar ekki hafa bein áhrif á skógareldana.

AFP

Vísindamenn hafa varað við því að mikill hiti og þurrkur geti orðið til þess að skógareldar í Ástralíu verði tíðari og stærri. Hitinn í landinu hefur farið í rétt tæpar 50 gráður á síðustu dögum og sums staðar hefur ekki rignt í marga mánuði, jafnvel heilt ár.

Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóri í NSW, sagði að gærdagurinn hefði verið afar slæmur og að ástandið myndi ekki batna á næstunni.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert