Nornaveiðar og blekkingar

Donald Trump er í Davos eins og margir aðrir.
Donald Trump er í Davos eins og margir aðrir. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ákæruna á hendur honum blekkingarleik. Þetta kom fram í máli Trump þegar hann ræddi við blaðamenn í Davos í Sviss í morgun. Nokkrir klukkutímar eru þangað til ákæran verður rædd af öldungadeildarþingmönnum vestanhafs.

Trump var spurður að því af blaðamönnum hvers vegna hann væri í Davos en ekki í Washington og svaraði hann því til að í Davos væri mikilvægasta fólk heimsins. „Við eigum fundi með heimsleiðtogum, mikilvægasta fólkinu í heiminum og við komum heim með rosaleg viðskipti.“

„Hitt er bara blekkingar,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta eru bara nornaveiðar sem hafa staðið yfir árum saman og í hreinskilni sagt er smánarlegt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert