Gærdagurinn sá mannskæðasti

Á sama tíma og dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar dag frá …
Á sama tíma og dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar dag frá degi fjölgar þeim einnig sem ná fullum bata eftir að hafa greinst með veiruna. AFP

Fjöldi lát­inna af völd­um kór­ónu­veirunn­ar 2019-nCOV er kom­inn upp í 910. 97 létu lífið úr veirunni í gær og er það mannskæðasti dagurinn frá því veiran braust út. 

40.540 eru smitaðir en tæplega 190.000 eru undir eftirliti lækna í Kína. 3.838 hafa náð bata eftir að hafa greinst með veiruna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent teymi sérfræðinga til Peking í þeim tilgangi að rannsaka veiruna. Neyðarástandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var lýst yfir á heimsvísu 30. janúar. 

Milljónir manna sneru aftur til vinnu í dag eftir frí vegna kínverska nýársins, sem var framlengt um tíu daga vegna útbreiðslu veirunnar. Ýmsar varúðarráðstafanir eru þó enn í gildi og ekki eru öll fyrirtæki sem munu starfa að fullu enn sem komið er.

Hér má sjá gagnvirkt kort yfir útbreiðslu veirunnar, fjölda látinna, smitaðra og þeirra sem hafa náð fullum bata. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert