Bjargráð á veirutímum: Snjóstríð á 19. öld

Myndbandið hefur fært fólki mikla hlýju á árinu, rúmum 120 …
Myndbandið hefur fært fólki mikla hlýju á árinu, rúmum 120 árum eftir að það var tekið upp. Skjáskot/Youtube

Í hamagangi nútímans er oft bjargráð að líta aftur til einfaldari tíma, jafnvel alla leið til loka 19. aldar.

Á myndbandi frá 1897, sem farið hefur marga hringi í kringum netið á árinu, má sjá áhyggjuleysið uppmálað: Börn og fullorðnir bregða á leik í snjóstríði, sem endar þó ekki vel fyrir alla.

Myndbandið, sem upphaflega var svarthvítt, hefur hér verið litað og lagfært til að kveikja eins mikið líf í því og hægt er, en það var tekið upp í Lyon í Frakklandi.

Það er óhætt að segja að jólaandinn hafi legið í loftinu á þessari stundu fyrir rúmum 120 árum.

Hér að neðan má svo sjá myndband sem skýrir samhengið nánar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert