Ráðist á breskan rabbína

Fjölmenn mótmæli voru í Lundúnum á laugardaginn gegn loftárásum ísraelshers …
Fjölmenn mótmæli voru í Lundúnum á laugardaginn gegn loftárásum ísraelshers á Gaza-svæðinu. AFP

Breska lögreglan rannsakar nú líkamsárás gegn rabbína en hann var lagður inn á spítala eftir árásina. CNN greinir frá þessu.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar er talið að árásin, sem gerð var á sunnudaginn, hafi hafist þegar tveir unglingar stigu fyrir framan bíl rabbínans. Hófu þeir að hrópa á hann og höfðu uppi niðrandi ummæli um trúarbrögð hans áður en þeir skemmdu bíl hans.

Þegar hann steig síðan úr bílnum til þess að mæta unglingunum réðust þeir á hann. Unglingarnir stálu þá farsíma rabbínans og flúðu vettvanginn.

Árásin er ekki einangrað atvik en fyrr um helgina voru fjórar manneskjur handteknar fyrir að keyra bílalest í hverfi í Lundúnum þar sem margir gyðingar búa og hrópa gyðingahatri um hverfið með gjallarhornum. Atvikin fylgja fjölmennum mótmælafundi í Lundúnum um helgina þar sem loftárásum Ísraelshers á Gaza-svæðið var mótmælt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert