Nýtt afbrigði veirunnar greinist í Víetnam

Gengið um götur Hanoi.
Gengið um götur Hanoi. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Víetnam hafa uppgötvað nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem berst hratt í andrúmslofti og sameinar í raun þau tvö afbrigði sem til þessa hafa verið kennd við Indland og Bretland.

Yfirvöld eiga í erfiðri baráttu við útbreiðslu faraldursins í landinu, þar á meðal í stórborgunum Hanoi og Ho Chi Minh-borg.

Fleiri en 6.800 tilfelli og 47 dauðsföll hafa verið skráð innan landamæra Víetnam. Meirihluti þeirra hefur átt sér stað síðan í apríl, enda höfðu stjórnvöld lengst af góð tök á útbreiðslunni sem vöktu athygli víða utan landsteinanna.

Hertar ráðstafanir

„Styrkur veirunnar í hálsvökvanum eykst fljótt og dreifist mjög sterklega í nærumhverfið,“ segir heilbrigðisráðherrann Nguyen Thanh Long í tilkynningu.

Hann tók ekki fram hversu mörg tilfelli þessa afbrigðis hefðu greinst.

Í kjölfar nýjustu smitbylgjunnar í landinu hafa stjórnvöld gripið til hertra ráðstafana til að koma í veg fyrir samkomur fólks, ferðir þess og ýmis viðskipti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert