Trúði ekki á mátt bólusetninga en lést úr Covid-19

Heilbrigðisstarfsmaður í Wales heldur á bóluefni Moderna við kórónuveirunni.
Heilbrigðisstarfsmaður í Wales heldur á bóluefni Moderna við kórónuveirunni. AFP

Marcus Birks, fertugur karlmaður frá Bretlandi, lést í gær úr Covid-19, eftir að hafa efast um virkni og ágæti bólusetninga við sjúkdómnum. Hann var óbólusettur. Eftir að hann veiktist alvarlega af veirunni sagðist hann þó hafa skipt um skoðun. 

Ófrísk kona Birks segist á samfélagsmiðlum vera algerlega niðurbrotin. 

Birks sagði í viðtali við BBC áður en hann lést að hann væri í áfalli yfir því hversu veikur hann hafi orðið af veirunni, hann verði sjaldan mikið lasinn. 

„Ef þú hefur ekki orðið veikur heldurðu að þú verðir ekkert veikur og tekur því mark á þeim sem eru andsnúnir bólusetningum,“ sagði Birks við BBC. 

„Þegar þú finnur svo fyrir öndunarerfiðleikum, eins og þú getir ekki andað að þér því lofti sem þú þarft, það er hryllilegasta tilfinning í heimi,“ bætti hann við. 

Á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi segir Birks að hann hafi skipt um skoðun varðandi bólusetningar gegn veirunni. Áður hafði hann trúað samsæriskenningasmiðum og því sem hann sá og las á samfélagsmiðlum. 

Kona Birks sagði við BBC eftir andlát hans að hún myndi standa við loforð hans um að segja syni þeirra á hverjum degi sem eftir lifði hversu mikið pabbi hans hefði elskað hann, hve einstakur hann sé og að hann hefði orðið besti faðir sem sonur gæti óskað sér.

Ferðakona gengur fram hjá skilti í London þar sem vakin …
Ferðakona gengur fram hjá skilti í London þar sem vakin er athygli á því hvar fólk getur farið í skimun við kórónuveirunni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert