Harðari refsiaðgerðir eru dýrar 

Áhrifa refsiaðgerðanna gætir í Rússlandi. Sérfræðingar í Bretlandi sögðu í …
Áhrifa refsiaðgerðanna gætir í Rússlandi. Sérfræðingar í Bretlandi sögðu í dag að enn væri hægt að herða aðgerðirnar, sérstaklega með því að horfa til orkugeirans, en það myndi hækka orkuverð mikið. AFP

Ennþá er hægt að auka talsvert við refsiaðgerðirnar gegn Rússum er haft eftir sérfræðingum í samtali við bresk stjórnvöld í dag. Bæði Evrópa og Bandaríkin hafa beitt miklum efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir innrásina 24. febrúar sl.

„Þetta er alveg ný staða að beita jafn hörðum efnahagsrefsiaðgerðum gegn þjóð sem við eigum í jafnmiklum samskiptum við. Það eru engin fordæmi fyrir þessari stöðu,“ sagði Tom Keatinge, yfirmaður fjármálaglæpa hjá bresku hugveitunni RUSI (Royal United Services Institute) í Lundúnum í dag.

Hann bætti við að frysting eigna seðlabankans rússneska hafi haft gífurleg áhrif, en samt sé hægt að gera meira, sérstaklega ef orkugeirinn yrði tekinn fyrir. Eftir að vesturlönd hafa reynt að samræma aðgerðir gegn Rússum, er nú verið að skoða bann á eldsneytisinnflutningi frá Rússlandi sem yrði mikið högg fyrir rússneska hagkerfið.

Óvissa á markaðnum hækkar orkuverð

„Síðan væri hægt að setja refsiaðgerðir á fleiri banka. Núna eru nokkrir bankar ekki hluti af refsingunum, því við þörfumst þeirra út af orkukaupum frá Rússlandi,“ bætti hann við.

„Ef markmiðið er að láta Rússana finna fyrir refsiaðgerðunum, þarf að fara gegn orkuiðnaðinum,“ sagði breski hagfræðingurinn Neil Shearing. „En það mun kosta okkur mikið,“ bætti hann við og benti á hve olíuverð hefur hækkað á Vesturlöndum bara vegna hræðslu við refsiaðgerðir á orkugeirann.

„Við höfum aldrei notað refsiaðgerðir á þennan hátt gegn öðru G20 landi,“sagði Justine Walker, formaður samtaka um refsiaðgerðir og áhættu hjá félagi löggiltra sérfræðinga gegn peningaþvætti og bætti við að sambærilegar aðgerðir hefðu aðeins verið notaðar gegn löndum eins og Venesúela og Norður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert