Zetan bönnuð í hluta Þýskalands

Zetan á auglýsingaspjaldi í Sankti Pétursborg í gær.
Zetan á auglýsingaspjaldi í Sankti Pétursborg í gær. AFP

Tvö þýsk sambandsríki, Neðra-Saxland og Bæjaraland, hafa lagt bann við því að bókstafurinn Z sé notaður sem tákn á opinberum vettvangi.

Hver sem bregður tákninu á loft við mótmæli, eða málar það á bíla eða byggingar til að sýna stuðning sinn við innrás Rússlands í Úkraínu, gæti átt á hættu sekt eða fangelsisvist til allt að þriggja ára.

Pólitískt tákn

Það sem byrjaði sem ein­fald­ur staf­ur myndaður úr þrem­ur hvít­um lín­um er nú orðið að tákni Úkraínu­stríðsins og þeirra sem styðja hernaðaraðgerðir Pútíns Rúss­lands­for­seta.

Fyr­ir her­inn tákn­ar zet­an á land­tækj­un­um ekk­ert annað en að viðkom­andi sveit­ir komi úr eystri her­söfnuði rúss­neska hers­ins en heima í Rússlandi er zet­an orðin að sterku póli­tísku tákni. 

Andrúmsloftið er að mati sumra fræðimanna far­ið að minna óþægi­lega mikið á þá stöðu sem hakakross­inn hafði inn­an Þriðja rík­is Þýska­lands.

Dómsmálaráðherra Bæjaralands, Georg Eisenreich, sagði þegar hann tilkynnti bannið í dag að skoðanafrelsi væri góður kostur. Mörk þess liggi þó þar sem hegningarlög hefjist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert