Rússar segjast hafa sprengt upp vopnabúr frá Bandaríkjunum í Odessa

Fólk á flótta í dag í íbúahverfi í Odessa vegna …
Fólk á flótta í dag í íbúahverfi í Odessa vegna loftárásanna. AFP/Oleksandr GIMANOV

Talsmenn varnarmálaráðuneytis Rússa gaf út tilkynningu í dag um að loftárás þeirra á hafnarborgina Odessa hefði hæft vopnabúr þar sem aðsend vopn frá Bandaríkjunum og Evrópu hefðu verið geymd.

„Rússneski herinn grandaði með hárnákvæmum og langdrægum eldflaugum vopnabúri á hervelli nálægt Odessa þar sem geymd voru erlend vopn sem voru nýlega send frá Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir í tilkynningunni.

Árásin var ein af 22 árásum Rússa á hersvæði Úkraínumanna í dag með langdrægum eldflaugum, en hergögn voru eyðilögð í loftárásum nálægt Ilichióvka og Kramatorsk, sagði í tilkynningunni frá varnarmálaráðuneytinu.

Herflugvélar Rússa gerðu einnig árásir á 79 hersvæði í Úkraínu, þar af 16 svæði þar sem hergögn og eldsneyti voru geymd að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert