Yfirgefa Voronezh

Wagner-liðar eru varnir að yfirgefa suðurhluta Voronezh-héraðs.
Wagner-liðar eru varnir að yfirgefa suðurhluta Voronezh-héraðs. AFP/Roman Romokhov

Wagner-liðar eru farnir að yfirgefa suðurhluta Voronezh-héraðs Rússlands ef marka má orð Alexanders Gusev héraðsstjóra.

Yfirvöld í Kreml tilkynntu að uppreisn Wagner-málaliðhópsins undir stjórn Jevgení Prigósjín væri lokið. Prigósjín samþykkti að yfirgefa Rússland og halda til Belarús eftir samtal og samkomulag við forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Belarús er eitt helsta bandalagsríki Rússlands.

Þá þakkaði Gusev íbúum héraðsins fyrir þol sitt, þrautseigju og festu og sagðist myndu upplýsa þá um skaðabætur vegna mögulegs tjóns. Í gær bað hann fólk að halda sig heima fyrir og lýsti yfir stuðningi við Vladimír Pútín forseta Rússlands.

Önnur suðurhéruð og svæði á leiðinni til Moskvu frá Rostov hófu einnig að aflétta takmörkunum sem settar voru á meðan á uppreisninni stóð.

Vegatakmörkunum var aflétt í suðurhluta Rostov og bæði rútu- og lestarsamgöngur eru farnar að virka eðlilega á ný.

Í Moskvu er hins vegar enn mikill viðbúnaður og takmarkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert