Vopnahlé verður ekki að veruleika í bráð

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að vopnahlé í stríði Ísraels …
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að vopnahlé í stríði Ísraels gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas sé ekki að fara gerast. AFP/Abir Sultan/Pool

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að vopnahlé í stríði Ísraels gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas sé ekki að fara gerast. Segir hann að vopnahlé myndi þýða það að Ísrael væri að gefast upp.

„Ákall um vopnahlé er ákall til Ísraels um að gefast upp fyrir Hamas, að gefast upp fyrir hryðjuverkum, að gefast upp fyrir villimennsku. Það mun ekki gerast,“ sagði Netanjahú á blaðamannafundi og bætti því svo við að enginn hefði hvatt Bandaríkin til að samþykkja vopnahlé eftir árásina á Pearl Harbor í seinni heimsstyrjöldinni.

Spurður um mannfall Palestínumanna á Gasasvæðinu sagði Netanjahú að Ísrael væri að gera allt í sínu valdi til að takmarka mannfall saklausra borgara. Það væri þó siðferðislegur munur á því að myrða saklaust fólk vísvitandi, eins og Hamas gerði 7. október í árás sinni á Ísrael, og á óviljandi mannfalli í lögmætu stríði.

Kallar eftir stuðningi frá alþjóðasamfélaginu 

Á blaðamannafundinum hvatti hann svo önnur lönd til að veita meiri aðstoð í baráttunni við að frelsa þá gísla sem Hamas tók með sér yfir á Gasasvæðið 7. október. Gíslarnir eru taldir vera um 230 talsins og þar á meðal eru yfir 30 börn.

Sagði hann að alþjóðasamfélagið yrði að krefjast þess að gíslunum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert