Fjórir í viðbót handteknir vegna hryðjuverkanna

Yakubdjoni Yusufzody er einn hinna handteknu.
Yakubdjoni Yusufzody er einn hinna handteknu. AFP

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa handtekið fjóra til viðbótar við þá tólf sem eru grunaðir um aðild að hryðjuverkum sem framin voru í Crocus City tónleikahúsinu í Moskvu fyrir rúmri viku síðan.

Yfir 140 manns létu lífið í árásinni þann 22. mars og er um að ræða mannskæðustu árásina sem framin hefur verið í Rússlandi síðastliðna tvo áratugi. 

Hafi fjármagnað hryðjuverkin

Rússneska leyniþjónustan (FSB) greinir frá því í yfirlýsingu að fjórir hefðu verið handteknir fyrr í dag í héraðinu Dagestan í suðausturhluta Rússland. Hinir handteknu hafi átt beina aðild að því að fjármagna og undirbúa hryðjuverkin sem framin voru í tónleikahúsinu.

Nefnd rússneskra stjórnvalda gegn hryðjuverkum lýsti því yfir í gær að hún byggi yfir upplýsingum um þrjá einstaklinga sem hafa lagt á ráðin um röð hryðjuverka.

Áður höfðu rússnesk stjórnvöld tilkynnt að 12 hafi verið handteknir í tengslum við árásina, þar á meðal mennirnir fjórir sem réðust inn í tónleikahöllina. 

Rússneskur dómstóll hefur úrskurðað tíu einstaklinga í gæsluvarðhald til 22. maí. Þar á meðal Yakubdjoni Yusufzody sem er sagður hafa millifær peninga á vitorðsmann nokkrum dögum fyrir árásina til þess að útveg gistingu fyrir árásarmennina. Yusufzody er frá Tadjíkistan líkt árásarmennirnir.

Íslamska ríkið hefur ítrekað sagst bera ábyrgð á árásinni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hins vegar sakað Vesturveldin og Úkraínu um að eiga þátt í henni. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert