3.500 deyja úr lifrarbólgu á degi hverjum

Hjúkrunarkona með bóluefni gegn lifrarbólgu.
Hjúkrunarkona með bóluefni gegn lifrarbólgu. AFP/Robyn Beck

Meira en 3.500 manns deyja af völdum lifrarbólgu á hverjum einasta degi í heiminum og fjöldinn er sífellt að aukast.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, greindi frá þessu og hvatti til skjóta aðgerða til að berjast gegn þessum skæða smitsjúkdómi.

Ný gögn frá 187 löndum sýna að fjöldi þeirra sem lést af völdum lifrarbólgu í heiminum jókst í 1,3 milljónir árið 2022 eftir að hafa verið 1,1 milljón árið 2019.

Í skýrslu WHO segir að 3.500 dauðsföll verði á degi hverjum vegna sýkinga af völdum lifrarbólgu, þar af 83% vegna lifrarbólgu B og 17% vegna lifrarbólgu C.

Til eru árangursrík og ódýr lyf til meðhöndlunar gegn lifrarbólgu. Samt sem áður fengu aðeins þrjú prósent þeirra sem höfðu smitast af lifrarbólgu B slík lyf í lok ársins 2022.

Vegna lifrarbólgu C höfðu aðeins 20%, eða  12,5 milljónir manna, fengið meðferð við sjúkdómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert