Skotárás á Ramadan-fögnuði

Fimm voru teknir höndum vegna skotárásar í Fíladelfíuborg í dag.
Fimm voru teknir höndum vegna skotárásar í Fíladelfíuborg í dag. AFP

Fimm voru handteknir í kjölfar skotárásar í grennd við Ramadan-fögnuð í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum í dag. Tveir hið minnsta særðust í árásinni. 

Fjöldi manns var saman kominn í borginni til að fagna helgihátíðinni Eid al-Fitr sem markar endalok Ramadan, föstumánaðar íslams, helgustu hátíð múslima.

Hefur lögregla lagt hald á fimm skotvopn sem talin eru hafa verið notuð í árásinni. 

Einn vegfarandi varð fyrir lögreglubifreið í ringulreiðinni sem fylgdi skotárásinni. Var hann fluttur á spítala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert