Vonast til að ESB-mál verði leitt til lykta á Alþingi í vikunni

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mbl.is/Kristinn

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að umræðum um þingsályktunartillögu stjórnarflokkanna um aðild að Evrópusambandinu ljúki í vikunni. Hún segir þó aðspurð að ómögulegt sé að segja til um hvenær málinu ljúki. Umræðurnar haldi áfram í dag og á morgun. „Svo sjáum við bara hvernig [umræðunni] miðar. Menn eru enn þá í fyrstu umferð. Það er ábyggilega eftir þó nokkuð mikil umræða, miðað við það,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær