Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur

Forseti Íslands segir Lech Kaczyński, forseta Póllands verða minnst með …
Forseti Íslands segir Lech Kaczyński, forseta Póllands verða minnst með virðingu og þökk á Íslandi. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna flugslyssins þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjöldi annarra forystumanna landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið.

„Á þessum sorgartímum er hugur okkar með fjölskyldum og ættingjum þeirra sem létust og Pólverjum öllum, ekki síst þeim sem hafa deilt kjörum með Íslendingum um áraraðir.

Vinátta Pólverja og Íslendinga hefur hvílt á traustum grunni eins og
Lech Kaczyński forseti sýndi í verki með eftirminnilegum hætti á
undanförnum misserum. Hans mun ætíð verða minnst með virðingu og
þökk á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu forsetaembættisins.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær