Blaðamaður Newsweek dæmdur í Íran

Reuters

Blaðamaður á vegum bandaríska fréttatímaritsins Newsweek hefur verið dæmdur í 13,5 árs fangelsi í Íran auk þess sem hann skal þola 50 svipuhögg.

Maziar Bahari er bæði með íranskan og kanadískan ríkisborgararétt. Hann var fangelsaður í tengslum við óeirðirnar í Íran í framhaldi af forsetakosningunum þar í landi í júní á síðasta ári.

Eftir fjögurra mánaða vist í írönsku fangelsi var Bahari látinn laus gegn 300 þúsund bandaríkjadala tryggingu og fékk leyfi til þess að ferðast til London í október sl. til þess að verja tíma með maka sínum sem þar býr og starfar. 

Sökum þessa var dómurinn kveðinn upp að Bahari fjarstöddum fyrr í þessum mánuði. Lögmaður Bahari hefur enn ekki fengið neinar formlegar upplýsingar frá dómstólnum um niðurstöðu hans.

Fréttaskýrendur telja að a.m.k. 50 íranskir fréttamenn dvelji nú um stundir í fangelsi í Íran. Sökum þessa ákvað heimssamband fréttamanna (IFJ) að helga dag frjálsrar fjölmiðlunar, sem haldinn var 3. maí sl., sérstaklega aðstæðum þessara fréttamanna í Íran.






mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 24. apríl

Þriðjudaginn 23. apríl

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl