S&P varar við lækkun

Reuters

Matsfyrirtækið Standard & Poor's segir hætt við að lánshæfi fjölmargra tryggingafyrirtækja í Evrópu verði lækkað vegna þess skuldavanda sem álfan glími nú við. S&P nefnir 15 fyrirtæki, en Allianz, Aviva, Generali og Mapfre eru á meðal þeirra.

S&P segir að athugunin tengist fyrri viðvörun um lánshæfismat 15 af 17 ríkjum evrusvæðisins.

Sl. mánudag varaði S&P við því að lánshæfismat ríkja, sem eru með AAA-lánshæfiseinkunn, gæti lækkað um eitt stig. Um er að ræða Þýskaland, Holland, Finnland, Lúxemborg og Austurríki.

Þá sagði matsfyrirtækið að lánshæfi Frakklands, sem er einnig með einkunnina AAA, myndi lækka um tvo punkta.

S&P segir að vinnu við að endurskoða lánshæfiseinkunnir ríkjanna 15 muni ljúka eins fljótt og auðið sé í kjölfar leiðtogafundar Evrópuríkjanna.

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 25. apríl

Miðvikudaginn 24. apríl

Þriðjudaginn 23. apríl

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl

Laugardaginn 20. apríl

Föstudaginn 19. apríl