Íslendingar fá 70 milljónir í styrk úr menningaráætlun ESB

Íslendingar taka þátt í þremur verkefnum sem fengu úthlutað alls um 76.000 evrum, sem svarar til ríflega 70 milljóna króna, í styrk úr menningaráætlun Evrópusambandsins, Menningu 2000. Verkefnin þrjú eru á vegum Borgarbyggðar, Eddu miðlunar, og Fornleifastofnunar Íslands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

„Borgarbyggð er í forsvari fyrir sagnfræðilegt rannsóknarverkefni Sögur og samfélög sem hlýtur 85.871 evru í styrk, sem jafngildir u.þ.b 8 millj. kr. Verkefnið fjallar um sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma og hvernig umhverfið mótaði og var mótað af sagnagerð, jafnvel öldum saman," segir í fréttatilkynningunni.

„Markmið verkefnisins er að ná saman fræðimönnum margra landa til þess að fá dýpri skilning á samspili sagnanna og samfélaganna sem þær skópu og varðveittu," segir í tilkynningunni.

Hápunktur verkefnisins er alþjóðleg ráðstefna sem verður haldin í Borgarnesi 8.-12. ágúst n.k. Samhliða ráðstefnunni verða settar upp sýningar og menningarviðburðir tengdir Egilssögu, vefsíða verkefnisins verður sett upp og gefið út ráðstefnurit. Samstarfsaðilar eru frá Þýskalandi og Eistlandi og ennfremur taka þátt í verkefninu Safnahús Borgarfjarðar, Snorrastofa í Reykholti og Reykjavíkurakademían.

Edda miðlun og útgáfa fékk stærsta þýðingarstyrkinn

Edda miðlun og útgáfa fékk stærsta þýðingarstyrkinn sem menningaráætlun Evrópusambandsins úthlutaði að þessu sinni, 75.139 evrur, sem jafngilda um 7 milljónum króna, að því er segir í tilkynningunni. Styrkurinn er veittur til að þýða tíu evrópskar bækur yfir á íslensku.

„Fornleifastofnun Íslands tekur þátt í stóru samstarfsverkefni ARENA sem hlaut 598.730 evrur í styrk eða um 56 millj. kr. ARENA stendur fyrir Archaeological Records of Europe-Network Access og felst verkefnið í því að þróa aðferðir til að varðveita upplýsingar um evrópskar fornminjar á tölvutæku formi og gera þær aðgengilegar. Þannig verður hægt að öðlast nokkuð heildstæða mynd af því efni sem leitast er við að fá upplýsingar um og sjá hvernig hinir ýmsu þættir tengjast innan evrópsks menningarsamfélags. Samstarfsaðilar koma frá Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu og Bretlandi," segir í tilkynningunni.

Þá fengu nokkrar evrópskar bókaútgáfur styrki til að þýða íslenskar bækur. Ítalska bókaútgáfan Iberborea fékk styrk til að þýða Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson, J.M. Meulenhoff í Hollandi hlaut styrk til að þýða 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason, finnska bókaútgáfan Oy Like Kustannus Ltd fékk styrk til að þýða Þögnin eftir Vigdísi Grímsdóttur og Borgens Forlag í Danmörku hlaut styrk til að þýða ljóð eftir Jón úr Vör.

„Menningu 2000 er ætlað að efla menningarsamskipti Evrópubúa og kynna evrópska menningu. Þátttökulönd eru alls tuttugu og sjö. Áætlunin nær til hvers konar menningararfleifðar, bókmennta og annarra listgreina. Veittur er stuðningur til samstarfshópa, rannsókna, starfsþjálfunar, nýsköpunar, sýninga, hátíða, ráðstefna, þýðinga o.fl. Meðal skilyrða fyrir umsókn er að a.m.k. þrjú lönd, sem eiga aðild að menningaráætluninni, séu þátttakendur. Umsóknir um þýðingarstyrki eru undanþegnar þessu skilyrði," segir í tilkynningunni.

„Við styrkveitingar á yfirstandandi ári verður lögð áhersla á sjónrænar listir, árið 2003 verður lögð áhersla á verkefni á sviði tónlistar, dans og leiklistar. Árið 2004 verður tileinkað menningararfi. Þó verður hægt að sækja um styrk til verkefna á öðrum sviðum bæði árin," segir að lokum í fréttatilkynningunni.

Menntamálaráðuneytið
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Spáir góðu hlaupaveðri

19:19 Hið árlega heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fer fram á morgun, fimmtudag. Sigurlaug Gissurardóttir, einn skipuleggjanda hlaupsins er bjartsýn á góða þáttöku í ár enda spáð góðu hlaupaveðri. Meira »

Tilkynnt um Grímu-tilnefningar

19:17 Tilkynnt var um tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistarverðlaunanna, í Borgarleikhúsinu í dag. Þorsteinn Bachmann hlaut tvær tilnefningar í flokknum Besti leikari í aðalhlutverki, en hann var einnig tilnefndur fyrir leik í aukahlutverki. Meira »

„Fólkið bíður bara heima í óvissu“

18:55 Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að mesti þunginn vegna verkfalls hjúkrunafræðinga liggi í lengri biðlistum. Hún segir að það verði ærið verkefni að greiða úr þeim er verkfalli lýkur. Starfsfólk sjúkrahússins þakkar fyrir hvern dag sem það gengur þokkalega eftir að verkfallið hófst. Meira »

Bankinn hefur ekki séð kúgunarbréfið

18:43 MP banki sendi frá sér tilkynningu vegna ásakana um að forsætisráðherra hafi beitt sér fyrir lánveitingu bankans til Pressunnar. Þar segir að starfsmenn bankans hafi ekki séð bréfin sem um ræði og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið. Meira »

Lög á verkfall leysa engan vanda

18:15 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir enn langt í land í samningaviðræðum ríkisins og hjúkrunarfræðinga. Ríkið hafi boðið einu prósenti hærri hækkun launa í dag en boðið var á föstudaginn. Það hefði þýtt 2.000 krónum hærri byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga. Meira »

Segir Sigmund hafa beitt sér fyrir lánveitingu

17:55 Hótun sem send var í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrði opinberuð. Þetta segir í frétt á visir.is. Meira »

Full ástæða til að gæta varúðar

17:25 Saksóknari í SPRON-málinu telur að fyrrum sparisjóðsstjóri og stjórnarmenn SPRON hafi átt að gera sjálfstæða könnun á því hvort til væri laust fé innan sparisjóðsins þannig að hægt væri að lána Exista tveggja milljarða lán í lok september 2008. Full ástæða hafi verið til að gæta allrar varúðar. Meira »

Mikilvægt að íslenskan þróist

17:46 Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir skrifaði á dögunum BA ritgerð um málfar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hún segir mikilvægt að Íslendingar geti talað um samfélagsmiðla á íslensku, enda eru miðlarnir stór partur af nútíma samfélögum. Meira »

Söfnuðu 13,8 milljónum fyrir Nepal

17:20 Í dag afhentu starfsmenn CCP fulltrúum Rauða kross Íslands 13,8 milljónir fyrir hönd spilara tölvuleiksins EVE Online.  Meira »

Vongóð um árangur

17:16 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar í dag eftir að hún auglýsti eftir upplýsingum í tengslum við rannsókn á ráni í verslun Iceland í Arnarbakka í Breiðholti á sunnudag. Ábendingarnar hafa þó ekki skilað neinu sem hægt er að festa hendi á, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Meira »

Nokkuð um ölvað fólk í 101

17:09 Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi haft í nógu að snúast vegna ölvaðs fólks, aðallega í póstnúmeri 101, þá sérstaklega í kringum Austurvöll. Meira »

Sinubruni í Hafnarfirði

16:41 Eldur er laus í sinu í skóglendi við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkvilið náð tökum á eldinum, en ekki er talin hætta á að tjón verði á mönnum eða mannvirkjum. Meira »

10.000 hestöfl í einum bíl

16:41 Kraftmesti bíll sem komið hefur til landsins var settur í gang í Kapelluhrauni í dag. Bíllinn er knúinn 10.000 hestafla þotuhreyfli og hefur náð 500 km/klst. Bíllinn verður sýndur á sérstakri sýningu á fimmtudag en óhætt er að segja að hávaðinn sem kom þegar hann var settur í gang hafi verið ærandi. Meira »

Lögreglan rannsakar aðra fjárkúgun

15:16 Fjárkúgun var kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Málið er sagt tengjast sömu konum sem gerðu tilraun til að kúga fé út úr forsætisráðherra fyrir helgi, en um annað ótengt mál er að ræða. Meira »

Glersöfnin á öllum grenndarstöðvum

14:28 Glersöfnun í sérstaka glergáma á grenndarstöðvum hefur gengið vel í Reykjavík en tilraun hefur verið gerð með slíka gáma á fjórum stöðum í borginni. Nú hefur umhverfis- og skipulagsráð samþykkt að koma á glersöfnun á öllum grenndarstöðvum í borginni. Meira »

Mótsagnakenndur málatilbúnaður

15:17 Það er mótsagnakennt að annars vegar tortryggja tveggja milljarða króna innlán VÍS til SPRON, samhliða því að Exista fái lán sömu fjárhæðar frá SPRON, og halda því hins vegar fram að lánið til SPRON hafi haft neikvæð áhrif á lausafjárstöðu sparisjóðsins. Þetta segir verjandi Rannveigar Rist. Meira »

Man allt sem hún les

14:39 „Mig grunaði að ég myndi fá hæstu einkunn en FS er ekki með bekkjakerfi þannig að ég gat ekkert vita um alla hina krakkana.“ Guðlaug sagði að límheilinn hennar hjálpi mikið til við námið. „Ég man allt og þarf bara að lesa hluti einu sinni til að muna þá.“ Meira »

Kjarabarátta „um líf fólks og heilsu“

14:21 „Það er alveg skelfilegt til þess að vita að kjarasamningar og kjarabarátta skuli snúast um líf fólks og heilsu. Það er gríðarlega erfitt að nálgast samninga þegar annað eins hangir á spýtunni og því ríður á að báðir samningsaðilar setjist niður, reyni að koma sér saman um hlutina og leysa úr því ófremdarástandi sem skapast hefur.“ Meira »
Saga Reykjavíkur - 6 bindi
Til sölu Saga Reykjavíkur í 6 bindum. Sem nýtt. Verð tilboð. Upplýsingar í s.848...
Barnastóll á reiðhjól
Til sölu þessi OK-Baby barnastóll til að festa á reiðhjól, fyrir börn að 22 kg. ...
Trúlofunar- og giftingarhringar
Auk gullhringa eigum við titanium-, tungsten- og silfurpör á fínu verði. Sérsmíð...
Til leigu
80 m2 björt íbúð á jarðhæð í 109 Rvk. reglusemi og reykleysi áskilin. Uppl. í s...
 
Penninn
Önnur störf
Menntunar- og hæfniskröfur: Viðskiptast...
13532-13533-13534
Tilboð - útboð
ÚTBOÐ Reykja vík ur borg Innkaupadeil...
Grv 2015-09
Tilboð - útboð
ÚT BOÐ Óskað er eftir tilboðum í ver...
Útboð kveldúlfsgata
Tilkynningar
Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur-veit...