Upplýsingar um að Ísland innleiði 6,5% af reglum ESB ræddar á Alþingi

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að upplýsingar, sem komið hefðu fram við athugun skrifstofu EFTA í Brussel um að 6,5% af heildarfjölda Evrópusambandsgerða undanfarinn áratug hefðu verið tekin inn í EES-samninginn, væru afar merkilegar. Þær sýndu að það væri algerlega úr lausu lofti gripið að halda því fram að Íslendingar þurfi að taka upp allar gerðir ESB án þess að geta haft áhrif á þær.

Davíð lagði fram á Alþingi í morgun svar við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, þar sem þetta kom fram. Í svarinu kemur m.a. fram að í 101 tilviki á síðustu 10 árum hafa gerðir, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn krafist lagabreytinga hér á landi.

Sigurður Kári gerði svarið að umtalsefni í upphafi þingfundar í dag og sagði að því hefði verið haldið fram fyrirvaralaust í áratug að Íslendingar innleiði 80% af öllu regluverki Evrópusambandsins inn í íslenskan rétt, m.a. af þingmönnum Samfylkingarinnar og því væri betra að ganga í Evrópusambandið til að geta haft áhrif þar. Nú hefði komið í ljós, að þessi áróður væri blekking og Íslendingar væru ekki að stimpla gerðir ESB í þeim mæli, sem haldið hefði verið fram á Alþingi.

Davíð Oddsson sagði, að í umræðu um bresku kosningarnar að undanförnu hefði komið fram að um 45% af lögum, sem breska þingið setur, kæmi boðsent frá Bussel, en þannig væri það ekki hjá Íslendingum. Raunar væri það þannig með þessi 6,5%, sem Íslendingar hefðu tekið inn í sitt regluverk, að þeir hefðu mikið um málið að segja á öllum stigum þess nema á lokastiginu, sem væri oftast nær hreint formsatriði.

„Fullyrðingar um að við tökum þetta allt saman upp hvort sem er án þess að hafa áhrif á gerðirnar eru auðvitað algerlega úr lausu lofti gripnar og þetta eru stórkostlega merkilegar upplýsingar sem hér hafa fengist fram við þessa athugun," sagði Davíð.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði að sá málflutningur, sem talsvert hefði vaðið uppi, að löggjafarstarf í EES-löndunum væri fyrst og fremst ljósritun af gerðum og ákvörðunum Evrópusambandsins, hryndi til grunna með þessum upplýsingum.

Steingrímur sagði að þetta dragi auðvitað fram þann reginmun, sem væri á EES-samningnum með öllum hans kostum og göllum og aðild að Evrópusambandinu vegna þess að landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB og tollamál væru utan gildissviðs ESS-samningsins.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þessar upplýsingar væru þarfar en hann væri sannfærður um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB sem allra fyrst. Fjöldamargt annað en lýðræðisleg aðkoma að lagasetningarferlinu knýi á um aðildarumsókn. Spurði hann hver viðbrögð Íslendinga ættu að vera þegar Norðmenn sæktu um aðild í þriðja sinn og þegar EES-samningurinn liði þar með undir lok.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að engar líkur væru á að Noregur væri á leið inn í ESB og því síður væri EES-samningurinn að líða undir lok.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagðist ekki fá betur sé en að umrædd 6,5% gerða ESB séu af heildarfjöldanum en legið hafi fyrir í 10 ár að EES-samningurinn næði ekki til allrar starfsemi Evrópusambandsins. Því þyrfti að reikna þessa prósentutölu upp á nýtt. Hins vegar ættu þingmenn að geta látið þvargi lokið í nefndum Alþingis um að Brussel ráði öllu og Alþingi geri ekki annað en innleiða gerðir frá ESB. Nú hljóti þingmenn Sjálfstæðisflokksins að taka glaðir við því litla sem kemur frá Evrópusambandinu.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði að upplýsingarnar staðfesti það sem nefndarmenn í Evrópustefnunefnd hefðu orðið áskynja að undanförnu og tölur um að allt að 80% þess sem Evrópusambandið ákvæði sé innleitt hér væru algerlega rangar. Björn sagði, að nefndin hefði einnig farið yfir það hvaða möguleika Íslendingar hefðu til að hafa áhrif á þessar gerðir og koma fram sjónarmiðum sínum. „Það er ljóst að við nýtum ekki öll þau tækifæri sem höfum í því efni, til að hafa áhrif á þessar gerðir sem snerta fjórfrelsið og snerta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Björn.

Hann sagðist einnig vilja mótmæla því að EES-samningurinn líði undir lok þótt Norðmenn gengju í ESB. Þegar samningurinn hefðu verið gerður á sínum tíma hefðu Norðmenn ætlað að ganga í ESB en hafnað aðild síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn bilbugur hefði verið á neinum, sem stóðu að gerð samningsins, um að hann myndi halda gildi sínu þótt Norðmenn hefðu þá samþykkt að ganga í Evrópusambandið.

Svar utanríkisráðherra um ESB-gerðir

mbl.is

Innlent »

Allt að 18 stiga hiti

06:51 Áfram hæglætisveður í kortunum, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Skýjað að mestu vestan til á landinu. Bjartara veður fyrir austan en líkur á síðdegisdembum. Milt í veðri, allt að 18 stiga hiti þar sem best lætur fyrir austan. Meira »

Hálstakið leiddi til dauða

06:46 Hæstiréttur telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Meira »

Svo ölvaður að hann komst ekki út úr bílnum

06:05 Ökumaður sem lögreglan stöðvaði á Fiskislóð í gærkvöldi var svo ölvaður við aksturinn að hann komst ekki út úr bifreiðinni hjálparlaust. Átta ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt vegna aksturs undir áhrifum vímuefna. Meira »

Reykjavík ein sú dýrasta í heimi

05:47 Ólíkar borgir en þær eiga það sameiginlegt hversu dýrt er að gista þar. Miami og Reykjavík eru meðal fimm dýrustu áfangastaða samkvæmt gistivísitölu Bloomberg (Bloomberg World Airbnb Cost Index) sem nær til yfir 100 borga í heiminum. Meira »

Andlát: Herbert Hriberschek Ágústsson

05:30 Herbert Hriberschek Ágústsson hljómlistarmaður lést á Ísafold í Garðabæ, 20. júní á 91. aldursári. Herbert fæddist í Mürzzuschlag í Austurríki 8. ágúst 1926 og ólst upp í Graz. Meira »

Hagstæð verðtryggð lán hækka íbúðaverð

05:30 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hagstæð kjör á verðtryggðum lánum eiga þátt í hækkandi fasteignaverði. „Það er auðveldara að standast greiðslumat á 40 ára verðtryggðu jafngreiðsluláni en á óverðtryggðu láni. Meira »

Sprenging í vændi á Íslandi

05:30 Gífurleg aukning hefur orðið í sölu vændis á Íslandi. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sprenging hafi orðið í framboði á vændi hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Meira »

Andlát: Sigurjón Hannesson

05:30 Sigurjón Hannesson, fyrrverandi skipherra, lést á Landspítalanum 24. júní 82 ára gamall. Hann fæddist 13. febrúar 1935 á Seyðisfirði og var sonur Hannesar Jónssonar verkamanns og eiginkonu hans Sigríðar Jóhannesdóttur. Meira »

Fundust heil á húfi

05:03 Parið sem leitað var að á Vestfjörðum fannst heilt á húfi í Norðdal rétt við Galtarvita um eittleytið í nótt. Höfðu þau breytt ferðaplönum sínum án þess að láta aðstandendur í byggð vita. Meira »

Hippateppi var örlagavaldur í lífinu

05:00 Ólíklegustu hlutir geta leitt fólk saman, en tvö hippateppi leiddu þau Helgu og Begga saman forðum. Nú mörgum árum síðar eru þau enn með slík teppi í höndunum, miðla þeim til annarra, því þau reka saman tvær verslanir, í Hafnarfirði og nú nýlega einnig í Reykjavík. Meira »

Leitað að pari á Vestfjörðum

Í gær, 23:38 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út til leitar á ellefta tímanum í kvöld þegar par sem ætlaði að ganga frá Bolungarvík að Galtarvita og þaðan í Selárdal skilaði sér ekki á réttum tíma. Meira »

Veðurtepptir kajakræðarar

Í gær, 22:47 Það kom á óvart á Jónsmessunni að sjá ofurlítið rautt tjald alveg niðri við fjöruborð hjá Fossá, rétt innan við Þórshöfn og við beljandi, vatnsmikla ána var íbúi tjaldsins að bursta tennurnar á laugardagsmorgni. Meira »

Bátlaus sundmaður leitar báts

Í gær, 21:25 Jón Eggert Guðmundsson varð fyrir því óláni að bæði aðal- og varabáturinn, sem hann hafði fengið fyrir verkefni sitt Íslandssund, eru bilaðir. Bátinn þarf Jón til þess að fylgja sér þar sem hann ætlar að synda hringinn í kringum Ísland. Meira »

„Fleiri skólar að fara þessa leið“

Í gær, 21:07 „Hliðstætt fyrirkomulag hefur verið tekið upp af nokkrum skólum. Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara í þessum efnum. Sumir skólar hafa gert þetta í samstarfi við viðkomandi foreldrafélög og síðan hafa sum sveitarfélög séð alfarið um þetta eins og Vogar.“ Meira »

Hafnað vegna sektar eftir 11 ára dvöl

Í gær, 20:25 Fjárfestinum Bala Kamallakharan var neitað um íslenskan ríkisborgararétt í dag vegna hraðasektar sem hann fékk eftir að hafa sent inn umsóknina. Hann hefur verið búsettur á Íslandi í 11 ár, er giftur íslenskri konu og á tvö börn. Þá er hann stofnandi Startup Iceland. Meira »

Minni þyrlur koma ekki í stað stærri

Í gær, 21:10 Ekki ert gert ráð fyrir sjúkraþyrlu í kaupum Landhelgisgæslunnar á þremur nýjum þyrlum á árunum 2019 til 2021 en þyrlurnar þrjár koma í stað núverandi vélakosts Landhelgisgæslunnar sem á eina af þremur þyrlunum sem stofnunin hefur til umráða. Sú sem er í eigu Gæslunnar er yfir 30 ára en hinar tvær eru leigðar. Meira »

Loksins húsnæði eftir 10 ára bið

Í gær, 21:04 Kaflaskil urðu í sögu Náttúruminjasafns Íslands í dag þegar skrifað var undir samning um að safnið fá aðstöðu til sýninga í Perlunni. Meira »

Mynda gönguleiðir á Reykjanesi

Í gær, 19:47 Reykjanes Geopark, Markaðsstofa Reykjaness og GeoCamp Iceland í samstarfi við Google standa að sameiginlegu verkefni sem miðar að því að kortleggja og mynda allar gönguleiðir á Reykjanesi með 360° myndavél. Meira »
Viltu auka business þinn. Egat Nuddsteinar(Basalt) ásamt Steinapotti 39.000
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Fallegir Nuddsteinar (Ba...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Söluturn til sölu góður söluturn og sp
Til sölu
Söluturn Til sölu góður söluturn og ...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...