Upplýsingar um að Ísland innleiði 6,5% af reglum ESB ræddar á Alþingi

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að upplýsingar, sem komið hefðu fram við athugun skrifstofu EFTA í Brussel um að 6,5% af heildarfjölda Evrópusambandsgerða undanfarinn áratug hefðu verið tekin inn í EES-samninginn, væru afar merkilegar. Þær sýndu að það væri algerlega úr lausu lofti gripið að halda því fram að Íslendingar þurfi að taka upp allar gerðir ESB án þess að geta haft áhrif á þær.

Davíð lagði fram á Alþingi í morgun svar við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, þar sem þetta kom fram. Í svarinu kemur m.a. fram að í 101 tilviki á síðustu 10 árum hafa gerðir, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn krafist lagabreytinga hér á landi.

Sigurður Kári gerði svarið að umtalsefni í upphafi þingfundar í dag og sagði að því hefði verið haldið fram fyrirvaralaust í áratug að Íslendingar innleiði 80% af öllu regluverki Evrópusambandsins inn í íslenskan rétt, m.a. af þingmönnum Samfylkingarinnar og því væri betra að ganga í Evrópusambandið til að geta haft áhrif þar. Nú hefði komið í ljós, að þessi áróður væri blekking og Íslendingar væru ekki að stimpla gerðir ESB í þeim mæli, sem haldið hefði verið fram á Alþingi.

Davíð Oddsson sagði, að í umræðu um bresku kosningarnar að undanförnu hefði komið fram að um 45% af lögum, sem breska þingið setur, kæmi boðsent frá Bussel, en þannig væri það ekki hjá Íslendingum. Raunar væri það þannig með þessi 6,5%, sem Íslendingar hefðu tekið inn í sitt regluverk, að þeir hefðu mikið um málið að segja á öllum stigum þess nema á lokastiginu, sem væri oftast nær hreint formsatriði.

„Fullyrðingar um að við tökum þetta allt saman upp hvort sem er án þess að hafa áhrif á gerðirnar eru auðvitað algerlega úr lausu lofti gripnar og þetta eru stórkostlega merkilegar upplýsingar sem hér hafa fengist fram við þessa athugun," sagði Davíð.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði að sá málflutningur, sem talsvert hefði vaðið uppi, að löggjafarstarf í EES-löndunum væri fyrst og fremst ljósritun af gerðum og ákvörðunum Evrópusambandsins, hryndi til grunna með þessum upplýsingum.

Steingrímur sagði að þetta dragi auðvitað fram þann reginmun, sem væri á EES-samningnum með öllum hans kostum og göllum og aðild að Evrópusambandinu vegna þess að landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB og tollamál væru utan gildissviðs ESS-samningsins.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þessar upplýsingar væru þarfar en hann væri sannfærður um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB sem allra fyrst. Fjöldamargt annað en lýðræðisleg aðkoma að lagasetningarferlinu knýi á um aðildarumsókn. Spurði hann hver viðbrögð Íslendinga ættu að vera þegar Norðmenn sæktu um aðild í þriðja sinn og þegar EES-samningurinn liði þar með undir lok.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að engar líkur væru á að Noregur væri á leið inn í ESB og því síður væri EES-samningurinn að líða undir lok.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagðist ekki fá betur sé en að umrædd 6,5% gerða ESB séu af heildarfjöldanum en legið hafi fyrir í 10 ár að EES-samningurinn næði ekki til allrar starfsemi Evrópusambandsins. Því þyrfti að reikna þessa prósentutölu upp á nýtt. Hins vegar ættu þingmenn að geta látið þvargi lokið í nefndum Alþingis um að Brussel ráði öllu og Alþingi geri ekki annað en innleiða gerðir frá ESB. Nú hljóti þingmenn Sjálfstæðisflokksins að taka glaðir við því litla sem kemur frá Evrópusambandinu.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði að upplýsingarnar staðfesti það sem nefndarmenn í Evrópustefnunefnd hefðu orðið áskynja að undanförnu og tölur um að allt að 80% þess sem Evrópusambandið ákvæði sé innleitt hér væru algerlega rangar. Björn sagði, að nefndin hefði einnig farið yfir það hvaða möguleika Íslendingar hefðu til að hafa áhrif á þessar gerðir og koma fram sjónarmiðum sínum. „Það er ljóst að við nýtum ekki öll þau tækifæri sem höfum í því efni, til að hafa áhrif á þessar gerðir sem snerta fjórfrelsið og snerta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Björn.

Hann sagðist einnig vilja mótmæla því að EES-samningurinn líði undir lok þótt Norðmenn gengju í ESB. Þegar samningurinn hefðu verið gerður á sínum tíma hefðu Norðmenn ætlað að ganga í ESB en hafnað aðild síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn bilbugur hefði verið á neinum, sem stóðu að gerð samningsins, um að hann myndi halda gildi sínu þótt Norðmenn hefðu þá samþykkt að ganga í Evrópusambandið.

Svar utanríkisráðherra um ESB-gerðir

mbl.is

Innlent »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 23:04 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Eurojackpot í kvöld en tæpir sex milljarðar króna voru í pottinum. Þrír hlutu annan vinning og fá þeir hver í sinn hlut tæpar 69 milljónir króna. Hinir heppnu koma frá Þýskalandi, Finnlandi og Ungverjalandi. Meira »

Eldur í Bústólpa á Akureyri

Í gær, 22:13 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um klukkan 21.30 í kvöld að fóðurverksmiðju Bústólpa á Oddeyrartanga. Að sögn Rolfs Tryggvasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, er mikill reykur og eldur en óljóst er hversu mikið umfangið er. Meira »

Flugu ekki á Ísafjörð

Í gær, 22:00 „Við fórum að fljúga seinni partinn í dag, bæði til Akureyrar og Egilsstaða en náðum ekkert að fljúga til Ísafjarðar í dag,“ segir Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslands. Innanlandsflug lá niðri framan af degi í dag en hófst svo að nýju um miðjan daginn.   Meira »

Blæs hressilega um helgina

Í gær, 21:50 „Það blæs vel svona fram eftir helginni,“ segir Haraldur Eiríksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Vindurinn nær sér nokkuð vel á strik núna með kvöldinu og á morgun. Ekkert aftakaveður að sögn Haraldar, en nokkuð hvassviðri og stormur víða. Meira »

„Á endanum færðu marblett“

Í gær, 21:30 „Þetta er bara enn einn birtingarmynd um að við erum ekki komin eins langt og við höldum,“ segir framkvæmdastjóri Samtakanna´78. Í gær sagði mbl.is frá því að ung­ling­ar sem eiga tvær mömm­ur eða tvo pabba áttu erfitt með að svara spurn­ing­um í for­prófi PISA-prófs­ins á dög­un­um. Meira »

Þrjár vikur til stefnu í máli Birnu

Í gær, 20:03 „Við erum bara með málið til meðferðar,“ segir héraðssaksóknari. Í dag er ein vika liðin frá því að embættinu bárust gögn vegna hvarfs og and­láts Birnu Brjáns­dótt­ur. Embættið hefur því þrjár vikur til viðbótar til stefnu. Meira »

15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 19:05 Ungur maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að sæta 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Brotin voru framin þegar pilturinn var aðeins 16 til 18 ára gamall. Meira »

Fjölhæfur fastagestur á RÚV

Í gær, 19:30 Þúsundþjalasmiðurinn Stefán Hannesson er tíður gestur á sjónvarpsskjám landsmanna og hefur á undanförnum árum tekið þátt í nokkrum af þekktustu sjónvarpsþáttum landsins. Hann tók þátt í Gettu betur með liði Fjölbrautaskólans á Suðurlandi, keppti í Útsvari með liði Ölfuss og nú síðast var hann í Söngvakeppni sjónvarpsins með Daða og Gagnamagninu. Meira »

Gætu borið 200 þúsund tonna framleiðslu

Í gær, 18:47 Burðarþol þeirra sjö fjarða og flóa sem Hafrannsóknastofnun hefur þegar metið er í heildina 125 þúsund tonn. Er þetta 3-4 sinnum það magn sem fiskeldisfyrirtækin hafa leyfi til að ala í sjókvíum í þessum fjörðum. Meira »

Hrúturinn setti undir sig hornin

Í gær, 18:30 Hún er fædd í hrútsmerkinu og gerði eins og sönnum hrúti sæmir, setti undir sig hornin og óð af stað, þegar hún opnaði Bike Cave, kaffihús og veitingastað í Skerjafirði. Ungt fólk sér um að leika þar lifandi tónlist á hverju kvöldi. Meira »

„Ekki boðlegt fyrir heilbrigðisstofnun“

Í gær, 18:15 „Þetta er orðið mjög svo vandræðalegt ástand satt að segja,“ segir forstjóri Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands. Húsnæðið sé löngu sprungið undan starfseminni og ástandið óviðunandi. Meira »

Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Í gær, 17:52 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Meira »

Áreitti stjúpdætur kynferðislega

Í gær, 17:39 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn tveimur stjúpdætrum sínum árið 2014. Meira »

Parísarhjól í miðbæinn og bjórgarð á Klambratún

Í gær, 17:06 Alls hafa borist 928 hugmyndir í hugmyndasöfnunina „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stendur fyrir en söfnuninni lýkur í dag. Meira »

Hótaði að drepa börn borgarstarfsmanns

Í gær, 16:50 Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi og fyrir að hafa í hótunum við starfsmann Reykjavíkurborgar. Meira »

Fangaverðir með réttarstöðu sakbornings

Í gær, 17:22 Fjórir fangaverðir hafa réttarstöðu sakbornings vegna atviks á Litla-Hrauni í byrjun árs sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi. Meira »

36 mál inn á borð Bjarkarhlíðar

Í gær, 17:02 Frá því að Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, opnaði formlega í byrjun mars hafa 36 mál komið þangað inn. Flestir sem hafa leitað þangað hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi og eru birtingamyndir ofbeldisins margvíslegar. Skjólstæðingarnir eru með ólíkan bakgrunn og á öllum aldri. Meira »

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 16:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi samstarfskonu sinni og til greiðslu tveggja milljóna króna í miskabætur til hennar. Meira »
ÍSLENSKA f. útl - ICELANDIC - ENSKA f. fullorðna - ENGLISH
Byrja/Start:: 6/3, 3/4, 1/5, 29/5, 26/6, 21/8, 11/9, 9/10: 4 vikur/weeks x 5 dag...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu eru tvö skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Lögfræðingar
Sérfræðistörf
LÖGFRÆÐINGAR LAUSAR STÖÐUR HJÁ PERSÓNU...