Upplýsingar um að Ísland innleiði 6,5% af reglum ESB ræddar á Alþingi

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að upplýsingar, sem komið hefðu fram við athugun skrifstofu EFTA í Brussel um að 6,5% af heildarfjölda Evrópusambandsgerða undanfarinn áratug hefðu verið tekin inn í EES-samninginn, væru afar merkilegar. Þær sýndu að það væri algerlega úr lausu lofti gripið að halda því fram að Íslendingar þurfi að taka upp allar gerðir ESB án þess að geta haft áhrif á þær.

Davíð lagði fram á Alþingi í morgun svar við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, þar sem þetta kom fram. Í svarinu kemur m.a. fram að í 101 tilviki á síðustu 10 árum hafa gerðir, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn krafist lagabreytinga hér á landi.

Sigurður Kári gerði svarið að umtalsefni í upphafi þingfundar í dag og sagði að því hefði verið haldið fram fyrirvaralaust í áratug að Íslendingar innleiði 80% af öllu regluverki Evrópusambandsins inn í íslenskan rétt, m.a. af þingmönnum Samfylkingarinnar og því væri betra að ganga í Evrópusambandið til að geta haft áhrif þar. Nú hefði komið í ljós, að þessi áróður væri blekking og Íslendingar væru ekki að stimpla gerðir ESB í þeim mæli, sem haldið hefði verið fram á Alþingi.

Davíð Oddsson sagði, að í umræðu um bresku kosningarnar að undanförnu hefði komið fram að um 45% af lögum, sem breska þingið setur, kæmi boðsent frá Bussel, en þannig væri það ekki hjá Íslendingum. Raunar væri það þannig með þessi 6,5%, sem Íslendingar hefðu tekið inn í sitt regluverk, að þeir hefðu mikið um málið að segja á öllum stigum þess nema á lokastiginu, sem væri oftast nær hreint formsatriði.

„Fullyrðingar um að við tökum þetta allt saman upp hvort sem er án þess að hafa áhrif á gerðirnar eru auðvitað algerlega úr lausu lofti gripnar og þetta eru stórkostlega merkilegar upplýsingar sem hér hafa fengist fram við þessa athugun," sagði Davíð.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði að sá málflutningur, sem talsvert hefði vaðið uppi, að löggjafarstarf í EES-löndunum væri fyrst og fremst ljósritun af gerðum og ákvörðunum Evrópusambandsins, hryndi til grunna með þessum upplýsingum.

Steingrímur sagði að þetta dragi auðvitað fram þann reginmun, sem væri á EES-samningnum með öllum hans kostum og göllum og aðild að Evrópusambandinu vegna þess að landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB og tollamál væru utan gildissviðs ESS-samningsins.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þessar upplýsingar væru þarfar en hann væri sannfærður um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB sem allra fyrst. Fjöldamargt annað en lýðræðisleg aðkoma að lagasetningarferlinu knýi á um aðildarumsókn. Spurði hann hver viðbrögð Íslendinga ættu að vera þegar Norðmenn sæktu um aðild í þriðja sinn og þegar EES-samningurinn liði þar með undir lok.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að engar líkur væru á að Noregur væri á leið inn í ESB og því síður væri EES-samningurinn að líða undir lok.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagðist ekki fá betur sé en að umrædd 6,5% gerða ESB séu af heildarfjöldanum en legið hafi fyrir í 10 ár að EES-samningurinn næði ekki til allrar starfsemi Evrópusambandsins. Því þyrfti að reikna þessa prósentutölu upp á nýtt. Hins vegar ættu þingmenn að geta látið þvargi lokið í nefndum Alþingis um að Brussel ráði öllu og Alþingi geri ekki annað en innleiða gerðir frá ESB. Nú hljóti þingmenn Sjálfstæðisflokksins að taka glaðir við því litla sem kemur frá Evrópusambandinu.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði að upplýsingarnar staðfesti það sem nefndarmenn í Evrópustefnunefnd hefðu orðið áskynja að undanförnu og tölur um að allt að 80% þess sem Evrópusambandið ákvæði sé innleitt hér væru algerlega rangar. Björn sagði, að nefndin hefði einnig farið yfir það hvaða möguleika Íslendingar hefðu til að hafa áhrif á þessar gerðir og koma fram sjónarmiðum sínum. „Það er ljóst að við nýtum ekki öll þau tækifæri sem höfum í því efni, til að hafa áhrif á þessar gerðir sem snerta fjórfrelsið og snerta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Björn.

Hann sagðist einnig vilja mótmæla því að EES-samningurinn líði undir lok þótt Norðmenn gengju í ESB. Þegar samningurinn hefðu verið gerður á sínum tíma hefðu Norðmenn ætlað að ganga í ESB en hafnað aðild síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn bilbugur hefði verið á neinum, sem stóðu að gerð samningsins, um að hann myndi halda gildi sínu þótt Norðmenn hefðu þá samþykkt að ganga í Evrópusambandið.

Svar utanríkisráðherra um ESB-gerðir

mbl.is

Innlent »

Skólahald fellt niður á Akureyri

08:52 Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Krefjast þess að karlar taki ábyrgð

08:31 Á fimmta hundrað stjórnmálakonur hafa sent frá sér sameiginlega áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkar taki af festu á stöðu mála varðandi kynferðisofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. Meira »

Endurhæfing sjúkra er fundið fé

08:18 Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Meira »

Rafmagn komst aftur á um eittleytið

08:16 Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr. Meira »

Stórhríð í Hvalfirði

08:01 Stórhríð er í sunnanverðum Hvalfirði og þæfingsfærð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinar. Á Vesturlandi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kringum þéttbýli. Brattabrekka er þungfær en þæfingsfærð er á köflum á Snæfellsnesi. Holtavörðuheiði er enn lokuð. Meira »

Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst

07:57 Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjarins til úrvinnslu hugmyndir Gunnars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Meira »

Símalaus sunnudagur Barnaheilla

07:37 „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjölskyldunnar með símann á lofti.“ Meira »

Fékk aðsvif og lenti á staur

07:46 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til um fimmleytið í morgun vegna bíls sem hafði lent á staur við Hringbrautina. Hafði ökumaðurinn fengið aðsvif við aksturinn. Meira »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða –stormi, næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafn vel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

06:32 Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira »

Verbúðirnar verði friðaðar

06:28 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Meira »

Ekki ætti að kjósa um viðhaldsverkefni

06:24 „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu. Meira »

Íhuga mál gegn borginni

06:12 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deiliskipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Meira »

Greiddu offituaðgerð

06:06 Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verkfræðingafélag Íslands hefur greitt 2/3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og fleiri stéttarfélög fá beiðnir um slíkt. Meira »

Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

06:18 Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Meira »

Fékk skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

06:09 „Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkkulaðimálinu“. Meira »

Styttist í nýja ríkisstjórn

05:30 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Það blæðir úr morgunsárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...