Hjóladagur í Árborg

Drífa Björt Ólafsdóttir var komin með nýjan hjálm og skoðun …
Drífa Björt Ólafsdóttir var komin með nýjan hjálm og skoðun á hjólið sitt og Gunnar stóri bróðir hennar var henni innan handar. mbl.is

Góð þátttaka var á hjóladegi í Árborg í dag. Þá gaf Kiwanis-klúbburinn Búrfell öllum börnum í 1. bekk grunnskólans reiðhjólahjálma og lögreglan skoðaði reiðhjól. Hjóladagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er í byrjun maí, þegar hjólafiðringurinn er farinn að grípa um sig.

Síðan var hjólað í fylgd lögreglu og björgunarsveitarbíls í grunnskólann þar sem þátttakendur fengu hressingu. Björgunarfélag Árborgar lagði að vanda til húsnæði fyrir hjóladaginn og aðstoðaði við að stilla hjálma og skoða hjól.

Það viðrar einstaklega vel til hjólreiða þessa helgi og því gott að eiga traustan hjálm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert