Tekist á um það hvort settur ríkissaksóknari beri vitni

Lögmennirnir Gestur Jónsson og Jakob R. Möller í Héraðsdómi Reykjavíkur …
Lögmennirnir Gestur Jónsson og Jakob R. Möller í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eyþór

Málflutningur fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur um þá kröfu verjenda tveggja sakborninga í Baugsmálinu um að Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, beri vitni fyrir dómi, ásamt Helga I. Jónssyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Arngrímur Ísberg, dómari, tilkynnti að hann muni úrskurða um kröfuna á mánudag. Þá mun héraðsdómur einnig eftir hádegið skipa sérfræðinga til að meta tölvupósta, að kröfu verjenda sakborninganna.

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði við málflutning í dag að nauðsynlegt væri að upplýsa um samskipti Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts ríkissaskóknara í málinu, og dómstjórans, í aðdraganda þess að gefin var út endurákæra vegna ákæruliða sem vísað var frá dómi.

Gestur sagði að með samskiptum sínum við dómstjórann hafi Sigurður Tómas haft afskipti af því hver skipaður hafi verið dómari í málinu. Dómstjórinn hafi verið búinn að ákveða að það ætti að verða Pétur Guðgeirsson, sem var dómari í fyrri hluta Baugsmálsins, en Sigurður Tómas hafi bent á fjölskyldutengsl Péturs við eitt af vitnunum sem hann hyggst kalla fyrir, og í framhaldi af því hafi Arngrímur Ísberg verið skipaður dómari í málinu. Það séu óeðlileg afskipti, sem leiða þurfi í ljós þar sem þau séu eitt af þeim atriðum sem verjendur telji að valda eigi því að málinu verði vísað frá.

Sigurður Tómas mótmælti því að hafa á nokkurn hátt haft afskipti af skipan dómsins. Hann hafi átt samskipti við dómsformanninn áður en ákærur voru gefnar út til að undirbúa flutning mikils magns gagna til dómsins, þannig að það mætti gerast án þess að utanaðkomandi aðilar fréttu af því, svo ákærðu fréttu fyrstir manna af ákærunum, ekki t.d. fjölmiðlar.

Sigurður staðfesti að í samskiptum sínum við dómsformanninn hafi verið nefnt að hugsanlega yrði Pétur Guðgeirsson dómari í málinu, þó það hafi þá ekki verið ákveðið, enda slíkt aldrei ákveðið fyrr an ákæra er gefin út. Hann hafi þá bent á fjölskyldutengsl Péturs við eitt vitnana í málinu, sem gætu leitt til vanhæfis hans. Í framhaldi af því hafi verið gefin út ákæra, og þá hafi dómari verið skipaður. ___________________________

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert