Finnskt hrossatað í raun hefilspænir frá Litháen

Frá Kárahnjúkum.
Frá Kárahnjúkum. mbl.is/Árni Torfason

Yfirdýralæknir fékk á dögunum fyrirspurn um hvort flutt hefði verið inn hrossatað frá Finnlandi til að þétta með sprungur í bergi á Kárahnjúkasvæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar telur að hefilspænir frá Litháen hafi í flökkusögum breyst í finnskt hrossatað.

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir spurðist að gefnu tilefni fyrir um meintan hrossataðsinnflutning Landsvirkjunar og forstjóri fyrirtækisins svaraði erindinu. Bréfið til yfirdýralæknis má lesa með því að smella á tengilinn með fréttinni, en frá þessu segir á vefsíðu Landsvirkjunar vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka, www.karahnjukar.is.

Bréfið til yfirdýralæknis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert