Vagnstjórar hafa fengið sig fullsadda á vaktakerfinu

Mikillar óánægju gætir meðal vagnstjóra Strætós vegna þess vaktakerfis sem þeir aka eftir og fyrirhugaðra breytinga á því. Að sögn Guðmundar Jónssonar vagnstjóra hafa yfir 30 vagnstjórar Strætós sagt upp störfum undanfarið og segir hann að leggja hafi þurft niður leið S5 þess vegna, ekki vegna þess að sparnaðar hafi verið þörf.

Hann segir stjórnendur Strætós skapa mannekluna, menn séu að hætta og fara í lægra launuð störf vegna þess að þeir hafi fengið sig fullsadda á vaktakerfinu.

Guðmundur segir akstursleiðir misjafnar, á sumum leiðum séu góð hlé en aðrar leiðir séu mjög strembnar og þá fái menn ekki hlé til að rétta úr sér, hvað þá fara á klósettið á álagstímum. Þá sé sá aðbúnaður sem vagnstjórum er búinn í Nauthólsvík og Mosfellsbæ með ótrúlegasta hætti en þar þjóna gámar hlutverki kaffistofu. Þar er t.d. ekkert heitt vatn að finna.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert