Kaffihús rísi í Hljómskálagarði

Hugmyndir eru uppi um rekstur kaffihúss í Hljómskálagarðinum
Hugmyndir eru uppi um rekstur kaffihúss í Hljómskálagarðinum mbl.is/Kristinn
Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is
UMHVERFISRÁÐ Reykjavíkur hefur látið Þórólf Jónsson garðyrkjustjóra útbúa minnisblað um kaffihús í Hljómskálagarðinum. Þar reifar Þórólfur sjónarmið sín um uppbyggingu kaffihúss í garðinum, hugmyndir um staðsetningu og áhrif uppbyggingarinnar á garðinn.

Í máli hans kemur fram að Hljómskálagarðurinn hafi mikla sérstöðu sökum staðsetningar sinnar en bjóði ekki upp á nógu fjölbreytilega starfsemi fyrir borgarbúa. Hann segir að þótt hið friðsæla yfirbragð garðsins sé vissulega eftirsóknarvert, megi gera ýmislegt til að auka líf í garðinum án þess að glata rónni sem einkennir hann.

Þetta mætti til að mynda gera með því að koma upp sviði fyrir tónleika og uppákomur auk kaffihúss.

Hvað staðsetningu kaffihússins varðar, nefnir Þórólfur að standi það við suðausturenda Tjarnarinnar, við Þorfinnstjörn, muni það tengja þjónustuna við leiksvæðið og sé því ákjósanlegur kostur, þótt tæknilegar forsendur vegna lagnatenginga og jarðvegsaðstæðna geti sett strik í reikninginn.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert