Saving Iceland boðar aðgerðir 1. september

Samtökin Saving Iceland hafa boðað aðgerðir gegn Kárahnjúkavirkjun þann 1. september. Hvetja samtökin á heimasíðu sinni alla, hvar sem þeir eru staddir í heiminum, til að mótmæla við íslensk sendiráð eða sendiskrifstofur eða skrifstofur fyrirtækja sem tengjast framkvæmdunum.

Á heimasíðunni segir, að Ísland haldi fast við þau áform að byrja að láta renna í hálslón í næsta mánuði. Enn sé þó hægt að koma í veg fyrir þessi áform.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert