Rice þekkist boð Valgerðar um að koma í heimsókn til Íslands

Valgerður Sverrisdóttir og Condoleezza Rice
Valgerður Sverrisdóttir og Condoleezza Rice

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa undirritað samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál. Við það tækifæri greindi Rice frá því að hún hafi þekkst boð Valgerðar um að koma í opinbera heimsókn til Íslands. Kvaðst hún vonast til að af því geti orðið sem fyrst, en ekki lægi fyrir hvenær það gæti orðið.

Undirritun samningsins fór fram í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington rétt eftir klukkan fjögur síðdegis í dag að íslenskum tíma. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra var einnig viðstaddur undirritunina. Áður en samkomulagið var undirritað áttu forsætisráðherra og utanríkisráðherra fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna um samskipti landanna og um alþjóðamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert