Hvalur 9 væntanlegur að hvalstöðinni um hálf tíuleytið

Frá hvalskurði í Hvalfirði.
Frá hvalskurði í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Hvalur 9 kemur væntanlega til hvalstöðvarinnar í Hvalfirði um klukkan 9.30 með feng sinn, stóra langreyði sem veiddist um hádegisbil í gær langt úti af Snæfellsnesi. Langreyðurin mun vera stór, allt að 60 fet og vel á sjötta tug tonna. Hún verður skorin í hvalstöðinni en þaðan verður kjötið flutt til frekari vinnslu í hraðfrystihúsi HB Granda á Akranesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert