Guðmundur Steingríms eyddi 751.448 krónum í prófkjörsbaráttu sína

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson.

Guðmundur Steingrímsson, sem lenti í 5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, segist hafa eytt 751.448 krónum í prófkjörsbaráttu sína í bloggfærslu á bloggsíðu sinni gummisteingrims.blog.is. Kostnaðurinn sé í takt við það sem hann hafi áætlað að hann yrði.

Í bloggfærslu sinni segir Guðmundur að stærsti kostnaðarliðurinn sé prentvinna, annars vegar á póstkorti og hins vegar á dreifiriti sem fór inn á öll heimili í kjördæminu. Kostnaður við dreifingu nam 143.470 krónum. ,,Það er algengur misskilningur að dreifingarkostnaður rokki á milljónum. Til dæmis heldur Sigríður Andersen því fram í Fréttablaðinu í dag að dreifing í öll hús kosti á við margar heilsíðuauglýsingar. Hún gætir ekki að því að óflokkaður póstur í öll hús í póstnúmeri er mun ódýrari en flokkaður póstur í massavís á útvalda (markpóstur)," segir Guðmundur.

Guðmundur segir alla grafíska hönnun hafa verið unna ókeypis af vini sínum. Nánari útlistun Guðmunds á kostnaði sínum má lesa í bloggfærslunni.

Bloggsíða Guðmundar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert