Sprengdu strætóskýli í Hafnarfirði

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Hafnarfirði í nótt vegna kvartana bæjarbúa yfir sprengiglöðum einstaklingum. Að sögn lögreglu voru ólátabelgirnir á bak og burt þegar lögreglumenn komu þangað sem þeir voru kallaðir, og því náðist ekki í skottið á neinum. Í gærkvöldi hafði lögreglan hinsvegar uppi á tæplega 18 ára unglingspilti sem tók upp á því ásamt félaga sínum að sprengja strætóskýli við Skjólvang um klukkan 18 í gærkvöldi.

Sjónvarvottar höfðu samband við lögreglu en þeir náðu bílnúmeri bifreiðarinnar sem pilturinn var í. Að sögn lögreglu var tívolíbomba límd áföst við skýlið og tendrað í henni. Plötur skýlisins, sem er úr bárujárni, feyktust í um fjóra til fimm metra við sprenginguna. Lögregla segir engan hafa verið á ferli nálægt skýlinu þegar þetta gerðist og því sakaði engan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert