Viðbúnaðaráætlun Flugstoða skerðir ekki flug

Flugumferðarstjórar að störfum.
Flugumferðarstjórar að störfum. mbl.is/Brynjar Gauti

Viðbúnaðaráætlun Flugstoða ohf um flugumferðarþjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu tók gildi á miðnætti og þó að þjónustustig hafi lækkað er flug óskert. Flugvélar Icelandair til Kaupmannahafnar og London fóru frá Keflavíkurflugvelli í morgun en að öðru leyti hefur verið lítil umferð um svæðið það sem af er þessum sólarhring.

Viðræður milli stjórnar Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoða um lífeyrissjóðsmál fóru fram í gær og náðist að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Flugstoða góður árangur í þeim viðræðum þótt því miður tækist ekki að ljúka þeim fyrir lok dagsins. Þráðurinn verður tekinn upp aftur á morgun, þriðjudag.

Á meðan fleiri flugumferðarstjórar hafa ekki komið til vinnu hjá Flugstoðum verður flugumferðarþjónusta félagsins í samræmi við viðbúnaðaráætlunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert