Innbrotsþjófar fundust í felum niðri við sjó

Innbrot var framið í íbúðarhús í vesturbæ Kópavogs í morgun, og sást til þriggja manna er hlupu á brott frá vettvangi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla hóf þegar leit að innbrotsþjófunum og fundust þeir fljótlega þar sem þeir voru í felum niðri við sjó. Grunur leikur á að þeir hafi haft eitthvað upp úr krafsinu.

Mennirnir þrír eru í varðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir, en talið er að þeir kunni að hafa verið að verki þegar brotist var inn í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði fyrr í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert