Lögregla kölluð til vegna rafmagnsrakvélar

Lögregla var kölluð að íbúð í Reykjavík í nótt, það var húsráðandi sem kallaði til lögreglu og hafði hann áhyggjur af undarlegum hljóðum sem bárust frá baðherbergi íbúðarinnar. Þegar að var gáð reyndust hljóðin koma frá rafmagnsrakvél sem var í gangi í baðskáp og kallaði fram hin dularfullu hljóð. Lögreglumaður á vettvangi brást við með því að slökkva á rakvélinni, og gat þá húsráðandi lagst aftur til svefns áhyggjulaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert