Nýja fréttatímaritið mun heita Krónikan

„Höfundur nafnsins er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á Stöð 2," segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sem er ritstjóri nýs fréttatímarits sem kemur fyrst út 15. febrúar næstkomandi.

„Við veltum þessu lengi fyrir okkur en svo kom hún með þetta snilldarnafn og fær alveg að eiga heiðurinn." Nafnið Krónikan segir Sigríður vera mjög viðeigandi. „Krónika þýðir annáll eða dagbók. Svo er tilvísun í gömul rótgróin dagblaðaheiti á enskri tungu, eins og San Francisco Chronicle. Sem tökuorð er þetta þó orðið rótgróið og notaði m.a. nóbelsskáldið það á bók sína Innansveitarkróniku."

Skólablað Fjölbrautar við Ármúla mun hafa borið nafnið en ekki komið út í nokkur ár að sögn Sigríðar. Tímaritið verður selt í lausasölu og áskrift. Aðstoðarritstjóri er Arna Schram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert