Skora á íslensk stjórnvöld að taka loftslagsskýrslu alvarlega

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á íslensk stjórnvöld, að taka alvarlega niðurstöðu fjórðu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kynnt verður í París í vikulokin.

Náttúruverndarsamtökin segja, að búist sé við að niðurstöðurnar séu þær að andrúmsloft jarðar hitni ört vegna sívaxandi magns gróðurhúsalofttegunda. Vandamálið sé alvarlegt og að lítill vafi leiki á að hlýnun andrúmsloftsins s.l. 50 ár megi að mestu rekja til umsvifa mannsins. Þetta kalli á aðgerðir stjórnvalda til að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Segjast Náttúruverndarsamtök Íslands skora á ríkisstjórn Íslands að taka niðurstöðurnar alvarlega og kynna fyrir íslenskum almenningi á hvern hátt stjórnvöld hyggjast bregaðst við þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert