Skógræktarfélagið geri tillögu að samkomulagi við Kópavogsbæ

Stórir skurðir hafa verið grafnir í gegnum Þjóðhátíðarlundinn í Heiðmörk.
Stórir skurðir hafa verið grafnir í gegnum Þjóðhátíðarlundinn í Heiðmörk. mbl.is/RAX

Fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Kópavogsbæjar hittust í dag til að ræða framkvæmdir í Heiðmörk. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins sat fundinn af hálfu félagsins ásamt Aðalsteini Sigurgeirssyni varaformanni og Kristni Bjarnasyni lögmanni. Helgi sagði fulltrúa Skógræktarfélagsins hafa verið boðaða á fundinn til að Kópavogsmenn gætu skýrt sína hlið á málinu.

„Við kynntum þeim að félagið hefði ákveðið að leggja fram kæru á hendur þeim varðandi þessa framkvæmd, sem er ólögleg. Það var farið yfir hvort framkvæmdaraðilar hafi haft samráð við félagið og ég held að það hafi verið ágætlega upplýst að svo var ekki,“ sagði Helgi.

Hann sagði að boltinn væri nú hjá Skógræktarfélaginu sem ætti að gera tillögu að samkomulagi við Kópavog um framhald framkvæmdarinnar, frágang verksins, samskipti og bætur. Þá var rætt að fulltrúar Kópavogs, verktakans og Skógræktarfélagsins hittist til þess að fara yfir ákveðnar tæknilegar útfærslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert