Kviknaði í hjólaskóflu í Hnífsdal

Slökkvi- og sjúkralið var kallað út vegna brunans.
Slökkvi- og sjúkralið var kallað út vegna brunans. mynd/bb.is

Kalla þurfti út Slökkvilið Ísafjarðar þegar eldur kom upp í hjólaskóflu sem var við mokstur í Hnífsdal í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn kl. 7:23, en þegar komið var á staðinn hafði ökumanni tækisins tekist að slökkva eldinn af sjálfsdáðum.

Ekki er vitað út frá hverju eldurinn kviknaði. Að sögn eiganda hjólaskóflunnar er skemmdirnar töluverðar, en hún er nýleg og atburðurinn því sérstaklega sár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert