„Menn munu fjarlægja þessi tæki“

eftir Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

„Þetta er árgjald fyrir tíðninotkun, sem að mínu mati er bara leiga á lofti og súrefni,“ segir Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um nýtt árgjald á notkun talstöðva. „Það hefur alltaf verið skráningargjald á talstöðvum þegar þær eru keyptar nýjar eða skipta um eigendur. Síðan hefur aldrei verið neitt notkunargjald enda er það alveg fáránlegt ef þú ferð að hugsa málið vegna þess að þú ert bara að leigja loft.“

Alþingi veitti Póst- og fjarskiptastofnun nýlega heimild til að innheimta gjald af talstöðvum (radíóstöðvum) með skipa- og flugtíðnum sem verður tvískipt, 4.100 krónur fyrir VHF-talstöðvar, án milli- og stuttbylgju, og 6.400 kr. fyrir MF/HF-stöðvar með slíkum bylgjum.

Spurður hvort slík gjöld muni raunverulega hafa svo mikil áhrif á notkunina segir Sigurður svo vera, þau nemi t.d. í sumum tilfellum um helmingi af þungaskatti á bifreiðar.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert