Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna

Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. mbl.is/Sverrir

„Það er greinilegt að stjórnarandstaðan gengur á bak orða sinna,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um þá niðurstöðu, sem varð í sérnefnd um stjórnarskrármál að hætta umfjöllun á frumvarpi formanna stjórnarflokanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

Jón vísaði með þessu í tilboð stjórnarandstöðunnar um að greiða fyrir að auðlindafrumvarpið kæmist í gegn.

„Tillaga okkar formanna stjórnarflokkanna samrýmist tilboðinu frá stjórnarandstöðunni en þegar hún kom fram kom brátt í ljós að það var ekki ætlun stjórnarandstöðunnar að standa við tilboðið.“

Birgir Ármannsson, formaður sérnefndarinnar, segir að samstaðan sem forystumenn stjórnarflokkanna vonuðust til þegar þeir lögðu frumvarpið fram hafi ekki verið fyrir hendi.

„Þetta var bara spurning um raunsæi í ljósi þeirrar umræðu sem átti sér stað inni í nefndinni,“ segir Birgir og bætir við að mun meiri vinnu og tíma þurfi til að vinna málið vel. Birgir telur þó ágætt að málið hafi komið fram, það hafi fengið umfjöllun. „Þó að við höfum ekki komist að niðurstöðu í þessari lotu þá held ég að okkur hafi miðað áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert