Níu tonn af skyri til Bandaríkjanna í vikunni

.
. Morgunblaðið/ Árni Torfason

Útflutningur á Skyr.is til Bandaríkjanna sló öll met nú í vikunni þegar 9 tonn á 50 vörubrettum voru flutt þangað flugleiðis. Þetta er tæplega fimmfalt það magn sem alla jafna hefur verið flutt vestur um haf undanfarnar vikur.

Samkvæmt fréttatilkynningu svarar þetta magn til tæplega 53.000 lítilla (170 g) skyrdósa. Sala á Skyr.is hér heima er að jafnaði um 20 tonn í viku hverri.

„Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu má fyrst og fremst rekja til þess að íslenskar mjólkurafurðir voru í vikunni seldar í fyrsta sinn til verslana Whole Foods verslunarkeðjunnar í New York og Boston og nágrenni. Þar með bættust 40 verslanir við þær 30 innan keðjunnar sem höfðu áður selt íslensku mjólkurafurðirnar. Auk skyrs í fjórum bragðtegundum selja verslanir Whole Foods íslenskt smjör og osta á borð við Höfðingja og Stóra-Dímon," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert