Hellisheiði lokuð

Hellisheiði hefur verið lokað um stund til að aðstoða umferð og hreinsa veginn en það er mjög blint í Kömbunum. Annars er hálka og él eða skafrenningur víða í nágrenni Reykjavíkur, hálka og hálkublettir á Suðurlandi, jafnvel þæfingsfærð sumstaðar á fáförnum vegum.

Brattabrekka er ófær en þar er verið að moka. Slæmt ferðaveður er á Holtavörðuheiði vegna skafrennings. Á Vestfjörðum er víða slæm færð en verið að moka og víða skafrenningur eða él á Norðurlandi.

Austanlands hefur sumstaðar snjóað. Öxi er ófær en annars er ekki fyrirstaða á helstu leiðum.

Vegna aurbleytu og hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn um allt land, nema á eftirtöldum leiðum:

Milli Reykjavíkur og Selfoss, milli Reykjavíkur og Borgarness og á Akrafjallsvegi frá Hvalfjarðargöngum að Berjadalsá. Á Norðfjarðarvegi frá Egilsstöðum að álverssvæði í Reyðarfirði, Suðurfjarðavegi frá Norðfjarðarvegi að Vattarnesvegi í botni Fáskrúðsfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert