Reyna að stemma stigu við netleikjum á heimavist

Netþjónustu til þess að stunda netleiki er haldið lokaðri á heimavist Menntaskólans að Laugarvatni. Þetta er meðal annars gert til þess að stemma stigu við því að nemendur eyði svo miklum tíma í að spila tölvunetleiki að það bitni á námsárangri. Haft er eftir Halldóri Páli Halldórssyni, skólameistara, á fréttavefnum Suðurlandi.is, að dæmi séu um að nemendur hafi fallið um bekk vegna tölvuleikjafíknar

Ragnar Geir Brynjólfsson, netkerfisstjóri í Fjölbrautaskóla Suðurlands, segir hið sama upp á teningnum á heimavist skólans á Selfossi. Á netkerfi skólans sé einnig notuð vefsía, sem hindrar aðgang að allt að 700 þúsund vefsíðum sem innihalda klámefni, upplýsingar um sprengjugerð, fjárhættuspil og annað í þeim dúr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert