Skora á stjórnvöld að hætta hvalveiðum

Í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Akureyri í dag, er skorað á stjórnvöld að hætta við öll áform um frekari hvalveiðar. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort gefinn verði út veiðikvóti á þessu sumri.

Í ályktuninni segir, að ímynd Íslands sé verðmætasta auðlind þjóðarinnar sem beri að efla og verja með öllum ráðum. Aðalfundurinn álíti hvalveiðarnar ekki fallnar til annars en að skaða ímynd Íslands og íslenskra útflutningsvara.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, var endurkjörinn formaður samtakanna á fundinum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert