Þorgerður Katrín fékk 91,3% atvæða í varaformannskjöri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þakkar stuðninginn í varaformannskjörinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þakkar stuðninginn í varaformannskjörinu. mbl.is/GSH

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Þorgerður Katrín fékk 894 atkvæði af 979 greiddum atkvæðum eða 91,3%. Hún sagðist að kjörinu loknu vilja þakka fyrir það og þá hlýju, sem henni hefði verið sýnd á landsfundinum.

Þorgerður Katrín sagði, að landsfundargestir hefðu allir fundið, að eitthvað stórkostlegt liggi í loftinu. Menn yrðu að hafa það hugfast, að þegar menn gengju af landsfundi gengju menn sem ein heild. Fólk yrði að vera einbeitt og varðveita gleðina, sem væri mikilvæg 12. maí næstkomandi.

Í varaformannskjörinu fékk Þorgerður Katrín 894 atkvæði, eins og áður sagði, 12 seðlar voru auðir og 3 ógildir. Þrír aðrir fengu atkvæði í kjörinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert