Dreginn í land af Grímseyjarsundi

Olgeir á Sigga Valla hefur hér sleppt Aron lausum og …
Olgeir á Sigga Valla hefur hér sleppt Aron lausum og Konráð skipstjóri sigldi honum síðasta spölinn inn í höfnina á Húsavík og notaði hliðarskrúfuna til að stýra bátnum mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Þegar línubáturinn Aron ÞH frá Húsavík var langt kominn með að draga línuna á Grímseyjarsundi í dag hætti stýri bátsins að virka og varð hann því að hætta drætti og kalla eftir aðstoð. Fleiri húsvískir línubátar voru á þessu slóðum og hafði Konráð Sigurðsson skipstjóri á Aron samband við Olgeir Sigurðsson á Sigga Valla ÞH og lét hann vita hvernig komið var.

„Konni hringdi í mig rétt fyrir eitt og þá átti ég eftir að draga þrjá bala,“ sagði Olgeir sem lauk drættinum áður en hann hélt að Aroni og tók hann í tog áleiðis til Húsavíkur.

Þetta var rétt fyrir klukkan tvö og bátarnir komu svo til hafnar nú á sjöunda tímanum og sagði Olgeir dráttinn hafa gengið vel en Aron er miklu mun stærri bátur en Siggi Valli.

Veður var ágætt á þessum slóðum í dag að sögn Olgeirs og aflabrögðin um 100 kg. á bala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert