Færri á nöglum - minna svifryk

Svifryk fór aðeins tvisvar yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2007.
Svifryk fór aðeins tvisvar yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2007. mbl.is/Ómar

Fjörutíu og tvö prósent bifreiða reyndust vera á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var í 15. viku ársins (11. apríl). Talning verður gerð aftur í næstu viku því að frá og með 15. apríl var óleyfilegt að vera á nöglum, að því er í frétt frá Umhverfissviði Reykjavíkur. Árið 2001, 2002 og 2003 mældust 44-45% bifreiða í Reykjavík á nöglum en þau ár fór mæling fram í 16. viku ársins eða eftir 15. apríl.

Svifryk fór aðeins tvisvar yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2007 en sá tími hefur oft reynst viðkvæmur fyrir svifryksmengun ef götur eru auðar og verður stillt. Árið 2006 var þurrviðri í marsmánuði og fór svifryk tíu sinnum yfir heilsuverndarmörk. Mars reyndist hins vegar óvenju úrkomusamur þetta árið og var fór úrkoma 57% yfir meðaltal frá árinu 2000. Svifryk hefur alls farið átta sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Mörkin eru 23 skipti fyrir árið 2007.

Margir taka fram reiðhjólin um þessar mundir árs. Þá er nauðsynlegt að smyrja keðjuna og stilla bremsur og gíra. Núþegar hefur verið opnað fyrir skráningu í átakið Hjólað í vinnuna. En meginmarkmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert