180 starfsmenn hafa veikst í Kárahnjúkagöngunum

Yfirlæknir við Kárahnjúka hefur afhent Vinnueftirlitinu lista með nöfnum 180 manna, sem veikst hafa af völdum mengunar og slæms aðbúnaðar í Kárahnjúkagöngunum að undanförnu. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Þorsetinn Njálsson segir að farið hafi að bera á veikindum starfsmanna þar þann 10. apríl síðastliðinn og að síðan þá hafi um 180 manns veikst vegna loftmengunar og matareitrunar. Þá segir hann tvo vera enn á sjúkrahúsi í Neskaupsstað og einn í Póllandi. Á milli tíu og fimmtán starfsmenn til viðbótar séu enn með einhver einkenni eitrunar.

Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, sagðist í fréttum Útvarpsins gera þá kröfu til verktaka við Kárahnjúka, að upplýst verði um alla mengun í aðrennslisgöngunum. Hann segir orð talsmanns Impregilo í fréttum í gær benda til þess að Vinnueftirlitið hafi ekki allar upplýsingar um mengunina en talsmaðurinn sagði, að mengun í göngunum hefði nokkrum sinnum farið yfir viðmiðunarmörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert