Fjöldi nýrra íbúða í boði á næstu árum í Reykjavík

Lóðir fyrir að minnsta kosti 1000 íbúðir verða í boði í nýbyggingarhverfum í Reykjavík á næstu árum og 500 nýjar íbúðir í miðborg og nágrenni. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði þrisvar á ári eða í maí, september og desember. Þetta kom fram á blaðamannafundi borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík í dag.

Á blaðamannafundinum opnaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri nýjan vef, sem sýnir áætlun næstu ára í lóðaúthlutun. Þar er hægt að skoða á netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem í boði verða.

Vilhjálmur sagði á fundinum að nú verði nýjar úthlutunarreglur viðhafðar í Reykjavík. Hver einstaklingur geti sótt um eina lóð. Eftir að farið hafi verið yfir allar umsóknir verði dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skilyrði. Þannig ráðist í fyrsta lagi hverjir fá lóðir og í öðru lagi í hvaða röð umsækjendur fái að velja sér lóð. Fast verð er á lóðum í nýju reglunum, 11 milljónir fyrir einbýlishús, 7,5 milljónir fyrir parhús og raðhús og 4,5 milljónir fyrir fjölbýlishús.

Kort yfir byggingarsvæði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert