Opið í Hlíðarfjalli

Það er opið í dag í Hlíðarfjalli frá kl. 10-17. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum skíðasvæðisins að þar sé sól og blíða og að það megi segja Hlíðarfjall sé svalasta sólarströndin á Íslandi í dag.

Skíðafærið er orðið vorfæri, blautur og þungur snjór en því er bara að njóta veðurblíðunnar og fuglasöngsins því að flestir vorboðarnir eru mættir í fjallið, segir í tilkynningu.

Veturinn fer senn að taka enda og er reiknað með að þetta verði síðasta helgin sem verður opið í Hlíðarfjalli nema að ske kynni að það kæmi kuldakast seinna í maí, þá verður hugsanlega opnað einhverja helgina.

Forsvarsmenn skíðasvæðisins segjast ganga sáttir frá þessum vetri sem hafi staðið síðan 17. nóvember, eða alls um 134 daga. Dagurinn í dag er sá 135. sem er opnunardagamet í Hlíðarfjalli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert